Frá mótinu á Blönduósi. Ljósm: tindastoll.is
Frá mótinu á Blönduósi. Ljósm: tindastoll.is
Fréttir | 14. febrúar 2020 - kl. 11:24
Norðurlandsmót í júdó á Blönduósi

Norðurlandsmót í júdó var haldið á Blönduósi um síðustu helgi og mættu 35 keppendur frá þremur júdófélögum á Norðurlandi; Tindastóli á Sauðárkróki, Pardusi á Blönduósi og KA á Akureyri. Norðurlandsmót, sem er samstarfsverkefni júdófélaganna, hafa verið haldin á Blönduósi frá árinu 2015 og var nú haldið í fimmta sinn í röð. Halda átti mótið í byrjun nóvember á síðasta ári en var frestað. Sagt er frá þessu á vef Tindastóls.

Þar segir: „Mótið hófst á sameiginlegri upphitun keppenda og svo reið yngri hópurinn á vaðið þegar keppnin sjálf hófst rétt upp úr klukkan 11. Það er alltaf skemmtilegt að fylgjast með yngstu iðkendunum sem margir eru að keppa á sínu fyrsta móti og standa sig ávallt eins og hetjur. Ákveðið var að þessu sinni að klára allar viðureignir yngri og eldri fyrir verðlaunaafhendingu. Í eldri hópnum var aðeins hraðari taktur í viðureignunum og gaman að fylgjast með þeim. Eftir keppni var öllum keppendum boðið upp á lagsange á veitingastaðnum Teni sem rann mjög vel ofan í mannskapinn eftir orkufrek átök. Eins og venjulega stóðu Blönduósingar sig frábærlega sem gestgjafar og eiga mikið hrós skilið fyrir sitt starf.“

 

Úrslit mótsins má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga