Fréttir | 17. febrúar 2020 - kl. 16:53
Umferðarslys við Stóru-Giljá

Umferðarslys varð við bæinn Stóru-Gilja fyrr í dag þegar tveir bílar sem komu úr gagnstæðri átt rákust saman. Loka þurfti þjóðveginum vegna slyssins í um eina og hálfa klukkustund. Sex voru í bílunum og voru þeir allir fluttir til skoðunar. Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti fyrir skömmu á Blönduósi og verða þrír fluttir á Landspítalann í Reykjavík. Verið er að fjarlægja bílana sem eru mikið skemmdir. Krapi er á vegum víðast hvar í Austur-Húnavatnssýslu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga