Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 19. febrúar 2020 - kl. 11:34
Gul veðurviðvörun í kvöld og á morgun

Spáð er norðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu í kvöld og gildir gul viðvörun á Norðurlandi vestra frá klukkan 21 í kvöld og fram til klukkan 20 annað kvöld. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum og mögulega getur færð spillst, sér í lagi á fjallvegum. Í kvöld spáir Veðurstofan norðaustan 15-23 metrum á sekúndu og síðdegis á morgun er gert ráð fyrir norðaustan 10-18 metrum á sekúndu. Gul viðvörun verður í gildi um mest allt land í dag og á morgun. Vetrarfærð er í öllum landshlutum, víðast hvar hálka eða snjóþekja en ekki fyrirstaða á helstu leiðum.

Sjá nánar á vef Veðurstofu Íslands og vef Vegagerðarinnar.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga