Greta og Jóhanna Pálmadóttir, verkefnastjóri hjá Textílmiðstöð Íslands. Ljósm: FB/Textílmiðstöðin
Greta og Jóhanna Pálmadóttir, verkefnastjóri hjá Textílmiðstöð Íslands. Ljósm: FB/Textílmiðstöðin
Fréttir | 21. febrúar 2020 - kl. 09:06
Ráðin markaðs- og viðburðarstjóri Prjónagleðinnar

Textílmiðstöð Íslands hefur ráðið Gretu Clough sem markaðs- og viðburðarstjórnanda Prjónagleðinnar 2020 sem haldin verður á Blönduósi í 12.-14. júní í sumar. Textílmiðstöðin hlaut nýverið styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra til að ráða í stöðuna. Greta hefur nú þegar hafið störf, að því er fram kemur á Facebook síðu Textílmiðstöðvarinnar en hún hefur getið sér gott orð fyrir Handbendi Brúðuleikhús á Hvammstanga og hefur víðtæka reynslu af viðburðarstjórnun og markaðssetningu.

Prjónagleði er haldin af Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi og verður hún haldin í fimmta sinn í sumar. Verkefni markaðsstjóra er m.a. að skipuleggja viðburði í tengslum við hátíðina í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki á Norðurlandi vestra og að markaðssetja hátíðina, jafnt hér á landi sem erlendis. Nánari upplýsingar um Prjónagleðina má lesa hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga