Úr reiðhöllinni. Ljósm: neisti.net
Úr reiðhöllinni. Ljósm: neisti.net
Fréttir | 21. febrúar 2020 - kl. 15:21
Vetrarstarf Neista fer vel af stað

Á vef Hestamannafélagsins Neista kemur fram að vetrarstarf félagsins hafi farið vel af stað. Fjölmörg börn eru á námskeiðum á vegum þess en bæði eru kennd knapamerki 1 og 2, almenn reiðnámskeið og keppnisnámskeið. Þá hafa yngstu börnin fjölmennt í reiðhöllina í Arnargerði enda þrjú pollanámskeið í gangi. Reiðkennari Neista í vetur er Jónína Lilja Pálmadóttir en keppnisnámskeiðið er í höndum Bergrúnar Ingólfsdóttur.

Á vef Neista má sjá myndir frá síðasta sunnudegi en þá var líf og fjör í höllinni á pollanámskeiði.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga