Fréttir | 25. febrúar 2020 - kl. 09:08
Norðaustan hríð – gul viðvörun

Gul veðurviðvörun er nú í gildi á Norðurlandi vestra og nær hún til klukkan 20 í kvöld. Veðurstofan spáir norðaustan 13-18 metrum á sekúndu og snjókomu á Tröllaskaga og á Ströndum, en úrkomuminni annars staðar. Búast má við skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Samgöngutruflanir eru líklegar. Vetrarfærð er í öllum landshlutum.

Sjá nánar á vef Veðurstofunnar og á vef Vegagerðarinnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga