Tilkynningar | 26. febrúar 2020 - kl. 10:35
Starfsfólk vantar við Höfðaskóla

Starfsfólk vantar við Höfðaskóla á Skagaströnd frá og með 1. ágúst 2020. Laus er 100% staða umsjónarkennara á unglingastigi, starf sem snýr að teymiskennslu og er ráðið til eins árs. Lausar eru tvær 100% stöður umsjónarkennara á miðstigi, starf sem snýr að teymiskennslu. Ein staða er laus við frístund, um er að ræða 50% stöðu þar sem vinnutími er frá 12-16. Þá er ein 80% staða skólaliða laus. Umsóknarfrestur er til miðnættis 17. mars 2020. Aðstoðað verður við leit að húsnæði sé þess óskað.

Allar nánari upplýsingar veita Sara Diljá Hjálmarsdóttir skólastjóri eða Guðrún Elsa Helgadóttir aðstoðarskólastjóri í síma 452-2800 eða á netföngin saradilja@hofdaskoli.is og gudrunelsa@hofdaskoli.is. Umsóknarfrestur er til miðnættis 17. mars 2020.

Höfðaskóli notar spjaldtölvur í námi og kennslu með markvissum hætti og hafa kennarar sótt fjölmörg námskeið um notkun tækjanna í skólastarfi. Á næsta skólaári er ráðgert að um 80 nemendur verði við skólann. Kennarar og annað starfsfólk skólans mynda vel menntað og áhugasamt teymi, húsnæði skólans og allur aðbúnaður er góður. Stutt er í íþróttahús og tónlistarskóla og er gott samstarf þar á milli.

Skagaströnd er einstakur bær, þar er að finna lífstakt hins dæmigerða sjávarþorps þar sem höfnin er lífæðin og iðar af athafnasemi á góðum afladegi. Menningin er blómleg og lifandi. Einungis 40 mínútna akstur er á Sauðárkrók, um tvær klukkustundir til Akureyrar og um þrjár klukkustundir til Reykjavíkur.

Heimasíða höfðaskóla er www.hofdaskoli.is.

Heimasíða Sveitarfélagsins Skagastrandar er www.skagastrond.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga