Fréttir | 13. mars 2020 - kl. 16:14
Uppfært - Ekkert smit staðfest á Norðurlandi vestra

Ekkert Covid-19 smit hefur verið staðfest á Norðurlandi vestra en fyrr í dag sögðum við frá því að eitt smit hefði verið staðfest. Þær upplýsingar voru fengnar af vefnum covid.is en reyndust rangar og hafa þær nú verið leiðréttar. Við sögðum einnig frá því í sömu frétt að á vefjum sveitarfélaga í Húnavatnssýslum eru skilaboð frá sveitarstjórum vegna Covid-19 faraldursins og aðgerða yfirvalda vegna hans. Biðlað er til íbúa að sýna skynsemi.

Á vef Húnavatnshrepps biðlar Einar Kristján Jónsson sveitarstjóri til íbúa sveitarfélagsins að sýna almenna skynsemi í öllum samgangi fólks. "Við þurfum að snúa bökum saman og standa okkar plikt því aðgerðirnar eru settar til að draga úr faraldrinum, svo að álag á heilbrigðiskerfið verði ekki of mikið." 

 

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga