Fréttir | 24. mars 2020 - kl. 18:13
Miðlæg afleysingaþjónustu fyrir bændur

Bændasamtökin, í samstarfi við aðildarfélög sín, vinna að því að koma á fót miðlægri afleysingaþjónustu fyrir bændur. Óskað er eftir áhugasömum aðilum á viðbragðslista sem geta leyst tímabundið af á búum komi til þess að bændur veikist af Covid-19 veirunni. Bændur þurfa að hafa vinnuhandbók aðgengilega komi til þess að kalla þurfi eftir afleysingu.

Þetta kemur fram í auglýsingu frá Búnaðarsambandi Húnaþings og Stranda, Bændasamtökum Íslands og Húnavatnshreppi. Í henni kemur fram að nánari upplýsingar veita Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá BÍ í síma 563 0300 eða á netfangið gj@bondi.is og Anna Margrét Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BHS í síma 848 6774 eða á netfangið amj@bondi.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga