Höfðaskóli
Höfðaskóli
Fréttir | 24. mars 2020 - kl. 22:06
Höfðaskóla lokað í varúðarskyni

Upp er kominn grunur um Covid-19 smit í Höfðaskóla á Skagaströnd. Skólanum hefur því verið lokað í varúðarskyni. Kennsla færist alfarið yfir í fjarkennslu frá og með morgundeginum 25. mars. Fyrirkomulag kennslunnar verður með þeim hætti þangað til niðurstöður eru komnar úr sýnatöku. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Höfðaskóla í dag.

Þar kemur fram að umsjónarkennarar munu senda frekari leiðbeiningar heim og deila nauðsynlegum upplýsingum í tölvupósti. Frekari upplýsingar verða sendar í tölvupósti og birtar á heimsíðu skólans eftir atvikum.

Sjá nánar á vef Höfðaskóla.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga