Frá Hvammstanga
Frá Hvammstanga
Fréttir | 25. mars 2020 - kl. 08:48
Smitum fjölgar í Húnaþingi vestra

Sextán Covid-19 smit hafa verið staðfest í Húnaþingi vestra og eru 290 einstaklingar skráðir í sóttkví í sveitarfélaginu eða um 24% íbúa. Alls hafa 69 sýni verið tekin, þarf af eru 43 neikvæði, en ekki eru komnar niðurstöður úr tíu sýnum. Vegna ástandsins eru daglegir fundir hjá vettvangsstjórn og aðgerðastjórn á Sauðárkróki og hjá stjórnendum sveitarfélagsins. Þá funda skólastjórnendur daglega með sínu fólki. Allar stofnanir sveitarfélagsins eru lokaðar fyrir gestakomum.

Þetta kemur fram á vef Húnaþings vestra þar sem helstu atriði dagsins [gærdagsins] eru tilgreind. Þar kemur fram að vel er haldið utan um þá þjónustuþætti sem ekki megi rofna. Grunnþjónustu er því sinnt áfram af fagmennsku en með nýjum aðferðum þó. Allir leggjast á eitt að láta hlutina ganga við þær aðstæður sem búa þarf við þessa dagana.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga