Ljósm: FB/Sæborg
Ljósm: FB/Sæborg
Fréttir | 25. mars 2020 - kl. 10:07
Góð gjöf fyrir íbúa Sæborgar

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Sæborg á Skagaströnd barst góð gjöf í gær. Nokkur fyrirtæki tóku sig saman og gáfu heimilinu Ipad ásamt öllu sem til þarf svo íbúar geti haft samband í mynd við ættingja og vini. Á Facebook síðu Sæborgar kemur fram að íbúar taki heimsóknarbanninu, sem staðið hefur yfir í 18 daga, með miklu jafnaðargeði, enda „kannski ekki við öðru að búast af fólki sem hefur upplifað tímanna tvenna.“

Fyrirtækin sem stóðu að gjöfinni eru þessi:

Þvottahúsið – Skagaströnd
Víkur útgerð ehf.
Vélaverkstæði Skagastrandar ehf.
Útgerðarfélagið Djúpavík ehf.
Trésmiðja Helga Gunnars ehf.
Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf.
SJ útgerð ehf.
Saumastofan Íris ehf.
Rafmagnsverkstæðið Neistinn ehf.
Marska ehf.
Lausnamið ehf.
Hrund ehf.
HGÓ útgerð ehf.
H-59 ehf.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga