Fréttir | 26. mars 2020 - kl. 13:00
Styrkir úr safnasjóði til húnvetnskra safna

Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna hafa fengið styrki úr safnasjóði en tilkynnt var um úthlutun þeirra nýverið. Það er mennta- og menningarmálaráðherra sem úthlutar styrkina úr safnasjóði að fenginni umsögn safnaráðs. Veittir voru 111 styrkir til 48 styrkþega til eins árs og nam heildarfjárhæðin um 139,5 milljónir króna. Einnig voru veittir 13 Öndvegisstyrkir til viðurkenndra safna til næstu þriggja ára.

Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi fékk fjóra styrki til eftirtalinna verkefna:

Skráning - myndskráning: 900.000 krónur.
Íslenska lopapeysan - vefsýning: 500.000 krónur.
Sumarsýning - sérsýning: 400.000 krónur.
Styrkjandi forvarsla: 600.000 krónur.

Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna fékk 3 milljónir í styrk verkefnisins: Skráning í Sarp.

Nánar má lesa um úthlutun safnasjóðs 2020 hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga