Samsett mynd: Magnús og Alma.
Samsett mynd: Magnús og Alma.
Fréttir | 27. mars 2020 - kl. 14:27
Húnvetnsk vísa flutt á daglegum upplýsingafundi almannavarna

Á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag klukkan 14 sló Alma Möller landlæknir aðeins á létta strengi áður en hún hóf mál sitt og fór yfir alvarlegri málefni. Flutti hún góða vísu eftir Magnús Magnússon, prest í Húnaþingi vestra. Á Facebook síðu Magnúsar má finna styttri útgáfu af vísunni og er hún þessi:

Faraldri veldur nú veira
varla má kaupa og keyra
fer ekki fet
fæ gegnum net
fréttirnar, matinn og fleira.

Því hangi ég inni í hýði
heilsu að bjarga hjá lýði
mundu’ orðin mín
mæla’ ekki grín
þess vegna hlýði ég Víði!

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga