Fréttir | 27. mars 2020 - kl. 20:45
Breyting á innheimtu gjalda hjá Skagaströnd

Sveitarstjórn Skagastrandar ætlar að heimila frestun á gjalddögum fasteignagjalda vegna 2020 til þeirra sem þess óska. Gjalddagarnir eru 1. apríl-1. júlí og er miðað við að frestun hvers gjalddaga geti að hámarki verið fimm mánuðir. Og vegna raskana sem orðið hafa á þjónustu stofnana sveitarfélagsins mun greiðsluhlutdeild íbúa verða endurskoðuð og einungis ná til þeirrar þjónustu sem þeir raunverulega nýta.

Endurskoðunin miðast frá þeim tíma er Covid-19 faraldurinn leiddi til skerðingar á þjónustu. Ákvörðunin er tímabundin og gildir þar til annað verður ákveðið af sveitarstjórn. Þar sem sundlaug og íþróttahús verða lokuð um óákveðinn tíma vegna samkomubanns mun tímalengd áskrift að aðgangskortum sem eru í gildi framlengjast sem tíma lokunar nemur.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga