Sigurjón rakti sögu orgelsins í Blönduóskirkju. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Sigurjón rakti sögu orgelsins í Blönduóskirkju. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Jón A. Sæbjörnsson sóknarnefndarformaður tekur við ávísun úr hendi Sigurjóns Guðmundssonar. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Jón A. Sæbjörnsson sóknarnefndarformaður tekur við ávísun úr hendi Sigurjóns Guðmundssonar. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Úrsúla talaði til Sigurjóns og fór með ljóð. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Úrsúla talaði til Sigurjóns og fór með ljóð. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Eyþór spilar á orgelið. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Eyþór spilar á orgelið. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Fréttir | 30. mars 2020 - kl. 12:41
Afhenti Orgelsjóði Blönduóskirkju eina milljón
Frá sóknarnefnd Blönduóskirkju

Í dag, 30. mars, fagnar Sigurjón Guðmundsson frá Fossum í Svartárdal, 85 ára afmæli sínu. Við þau tímamót ákvað hann að afhenda Orgelsjóði Blönduóskirkju eina milljón króna.

Í gær fór fram látlaus athöfn í Blönduóskirkju þar sem Sigurjón afhenti fjármunina með formlegum hætti. Viðstaddir athöfnina voru séra Úrsúla Árnadóttir, sóknarnefnd Blönduóskirkju og spilaði Eyþór Franzson Wechner, organisti tvö verk á orgelið.

Sigurjón hefur tekið virkan þátt í starfi kirkjunnar frá því að hann gekk til liðs við kirkjukór Blönduóskirkju árið 1997 eða í 23 ár. Hann vildi með þessu framlagi sínu stuðla að gleðilegum fréttum í samfélaginu.

Á síðustu mánuðum hefur sóknarnefnd Blönduóskirkju gert áætlanir um að greiða niður lán sem hvílir á orgelinu en skuldin er mjög íþyngjandi fyrir rekstur kirkjunnar.

Sóknarnefndin hyggur á tónleikahald á næstu tveimur árum til að safna fjármunum en markmiðið er að ná að greiða niður allt lánið. Framlag Sigurjóns skiptir því töluverðu máli og þakkar sóknarnefndin Sigurjóni kærlega fyrir höfðinglega gjöf.

Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning 0307-26-004701, kt. 470169-1689.

F.h. Sóknarnefndar Blönduóskirkju,
Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson
Formaður

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga