Fréttir | 30. mars 2020 - kl. 20:02
Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi fékk góða gjöf frá hollvinasamtökunum

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi færðu íbúum og skjólstæðingum HSN á Blönduósi þrjár spjaldtölvur að gjöf fyrir helgi. Tölvurnar eru ætlaðar til notkunar inni á heilbrigðisstofnuninni þannig að fólk geti haft samskipti í mynd við ættingja og vini á meðan heimsóknarbannið er á stofnuninni. Heilbrigðisstofnunin færir hollvinasamtökunum miklar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga