Á Blönduósflugvelli. Ljósm: FB/Guðmundur Haukur
Á Blönduósflugvelli. Ljósm: FB/Guðmundur Haukur
Fréttir | 31. mars 2020 - kl. 09:12
Blönduósflugvöllur fær viðhald á árinu

Alþingi samþykkti í gærkvöldi að ráðast í sérstakt tímabundið fjárfestingarátak á árinu til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Einnig voru breytingar samþykktar á ýmsum lögum í sama tilgangi. Fjárheimild til átaksins nemur um 18 milljörðum króna sem skiptist sjö verkefnaflokka. Mest fer í samgöngumannvirki eða 6,5 milljarðar og þar á meðal eru 90 milljón króna framlag til viðhalds á innanlandsvöllum og lendingarstöðum.

Undir þann flokk fellur Blönduósflugvöllur ein af tillögum átakshóps ríkisstjórnarinnar um úrbætur í innviðum sem kynntar voru seint í síðasta mánuði snýr að viðhaldi vallarins. Í aðgerðarlýsingu úrbóta segir að tryggja þurfi að flugvöllurinn sé nothæfur fyrir sjúkraflug og að sökum staðsetningar hans við þjóðveg eitt sé hann mikilvægur þegar slys verða á fólki og mínútur skipta máli. Lagt er til að samgönguráð, byggðaráð og ISAVIA beri ábyrgð á framkvæmdinni og að eftirfylgni verði í höndum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga