Holtastaðakirkja. Ljósm: kirkjukort.net
Holtastaðakirkja. Ljósm: kirkjukort.net
Fréttir | 31. mars 2020 - kl. 11:28
Húsfriðunarsjóður úthlutar styrkjum
8,5 milljónir til Húnavatnssýslna

Úthlutað hefur verið úr húsfriðunarsjóði fyrir árið 2020. Veittir voru 228 styrkri að þessu sinni að fjárhæð 304 milljónir króna. Alls bárust 272 umsóknir þar sem sótt var um rétt rúmlega einn milljarð króna. Holtastaðakirkja fékk 4,3 milljónir í styrk og Þingeyraklausturskirkja 500 þúsund króna í flokknum „friðlýstar kirkjur“.

Í flokknum „friðuð hús og mannvirki“ fékk hús Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga 2,5 milljónir og Möllershús – Sjávarborg á Hvammstanga fékk 900 þúsund krónur. Í flokknum „önnur hús og mannvirki“ fékk Gamli spítalinn á Blönduósi 300 þúsund krónur í styrk.

Lista yfir verkefni sem fengu styrk má finna hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga