Fréttir | 01. apríl 2020 - kl. 14:09
Gul veðurviðvörun fram til morguns

Á hádegi í dag gekk í gildi gul veðurviðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra en hún tekur einnig til Vestfjarða, Norðurlands eystra og miðhálendisins. Viðvörunin gildir til morguns. Spáð er allhvössum vindi og síðar norðanátt með vindhraða upp á 13-20 metra á sekúndu. Búast má við éljagangi, snjókomu og skafrenningu. Skyggni getur verið lélegt og akstursskilyrði erfið. Éljagangur og hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Norðurlandi og vonskuveður á Öxnadalsheiði sem er lokuð.

Sjá nánar á vef Veðurstofunnar og vef Vegagerðarinnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga