Fréttir | 03. apríl 2020 - kl. 12:53
Vonbrigði með synjun styrkumsóknar

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps lýsir yfir vonbrigðum með að umsókn sveitarfélagsins um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða skuli hafa verið synjað, sérstaklega með tilliti til þess að mikil þörf sé á uppbyggingu ferðamannastaða á svæðinu. Sveitarstjórn hafði sótt um 90 milljón króna styrk fyrir næsta áfanga Þrístapa verkefnisins.

Í bókun sveitarstjórnar á fundi í gær bendir sveitarstjórn á það hróplega ósamræmi sem er í úthlutun þessa árs, á milli landshluta, þar sem til Norðurlands vestra koma aðeins 34 milljónir af heildarfjárhæð sem er rúmlega 500 milljónir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga