Holtastaðakirkja. Ljósm: Bragi J. Ingibergsson.
Holtastaðakirkja. Ljósm: Bragi J. Ingibergsson.
Fréttir | 03. apríl 2020 - kl. 13:41
Kirkjuklukkum hringt til stuðnings heilbrigðisstarfsfólki

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefur beðið þá presta sem geta komið því við að sjá til þess að kirkjuklukkum í sóknum þeirra verði hringt klukkan 14 á mánudögum í tvær mínútur til að lýsa yfir stuðningi við heilbrigðisstarfsfólk og önnur þau er koma að málum er lúta að kórónuveirufaraldrinum.

„Með því að hringja kirkjuklukkum til stuðnings þessari vösku sveit heilbrigðisstarfsfólks og annarra hópa er koma að þessum málum, vill kirkjan taka undir þakklæti almennings sem og fleyta því áfram með þessum merkilegu áhöldum sem kirkjuklukkur eru og hafa fylgt kirkjunni frá ómunatíð. Þegar kirkjuklukkur óma á mánudaginn kl. 14.00 og næstu mánudaga þar á eftir, getur fólk tekið undir óminn í huga sínum og þakkað Guði fyrir gott starfsfólk á vettvangi heilbrigðis- og almannaöryggismála á veirutíð,“ segir á vefnum kirkjan.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga