Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 04. apríl 2020 - kl. 12:52
Gul og síðan appelsínugul veðurviðvörun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun á öllu landinu í dag sem breytist síðan yfir í appelsínagula viðvörun þegar líður á helgina. Á Norðurlandi vestra er gul viðvörun í gangi frá klukkan 16:00 í dag til klukkan 08:00 í fyrramálið en þá tekur við appelsínugul viðvörun sem stendur til klukkan 22:00. Ekkert ferðaveður er á meðan appelsínugul viðvörun er í gildi.

Í dag má búast við norðaustan 15-23 metrum á sekúndu með éljum eða skafrenningi, takmörkuðu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum. Á morgun bætir í vind og er vindhraða spá 18-25 metrum á sekúndu, snjókomu með lélegu skyggni.

Sjá nánar á vef Veðurstofunnar og fylgist vel með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga