Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi
Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi
Fréttir | 05. apríl 2020 - kl. 17:57
Peningagjöf til Hollvinasamtaka HSB

Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi hefur borist peningagjöf frá Refsborg menningarfélagi. Stjórn samtakanna þakkar þessum heiðurskonum hjartanlega fyrir ómetanlegan stuðning og verða fjármunirnir notaðir upp í tækjakaup til sjúkrahússins, að því er segir í tilkynningu.

Þess má geta að Hollvinasamtökin verða 15 ára þann 19. apríl næstkomandi. Meiningin var að hafa aðalfund samtakanna þann dag, og færa Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi gjöf af því tilefni. Fundinum hefur verðið frestað um óákveðinn tíma, en verður auglýstur síðar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga