Ljósm: FB/Páll Ingþór
Ljósm: FB/Páll Ingþór
Fréttir | 07. apríl 2020 - kl. 11:38
Skemmdir á trjágróðri í Vatnahverfi

Skemmdir hafa orðið á trjágróðri á skógræktarsvæði Skógræktarfélags Austur-Húnvetninga í Vatnahverfi vegna vélsleðaferða. Vatnahverfissvæðið nýtur vinsælda snjósleðafólks á veturna og sérstaklega núna þegar nægur snjór er. Skógræktarfélagið hefur lagt mikla vinni við að koma trjágróði á leggi og eru margar plönturnar smáar og ná lítið upp úr fönninni.

Páll Ingþór Kristinsson, formaður Skógræktarfélags Austur-Húnvetninga, vekur athygli á þessu í færslu á Facebook. Hann segir að nú þegar hafi nokkurt tjón orðið á gróðri og biður hann vélsleðafólk að aka ekki innan skógræktargirðingar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga