Tilkynningar | 25. maí 2020 - kl. 09:18
Aðalfundur Félags eldri borgara í Húnaþingi
Frá stjórn

Aðalfundur Félags eldri borgara í Húnaþingi verður haldinn miðvikudaginn 27. maí 2020, klukkan 14.00 í Félagsheimilinu á Blönduósi.

Dagskrá verður samkvæmt lögum félagsins:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Reikningar félagsins
  3. Kosningar
  1. Kosning tveggja aðalmanna til tveggja ára
  2. Kosning tveggja varamanna í stjórn til tveggja ára
  3. Kosning tveggja skoðunarmanna til tveggja ára
  4. Kosið í ferðanefnd til eins árs
  5. Fulltrúi á ársfund LEB 2020
  1. Árgjald ákveðið
  2. Reikningar og málefni Sólhvamms.
  3. Heilsuefling og tómstundastarf  eldri borgara  - hvað viljum við?
  4. Önnur mál

Kaffiveitingar í boði félagsins. Nægilegt pláss fyrir alla sem vilja viðhalda tveggja metra reglunni.

Mætum öll og eigum saman góða stund. Nýir félagar boðnir velkomnir.

Stjórn Félags eldri borgara í Húnaþingi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga