Fréttir | 13. maí 2020 - kl. 12:00
Sigurður Líndal kveður Selasetrið

Sigurður Líndal Þórisson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra Selaseturs Íslands síðastliðin fjögur ár, hefur verið ráðinn verkefnastjóri Vestfjarðastofu á Hólmavík. Sigurður tekur við starfinu í byrjun júní og mun leiða verkefnið Brothættar byggðir í Strandabyggð auk þess að sinna öðrum verkefnum tengdum atvinnu- og byggðaþróun hjá Vestfjarðastofu.

Í færslu á Facebook segist Sigurður kveðja Selasetrið með trega og stolti og að hann hlakki til samstarfsins við Strandamenn.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga