Fréttir | 14. maí 2020 - kl. 14:05
Mótmæla lækkun fjárframlaga til viðhalds á varnargirðingum

Landbúnaðarráð Húnaþings vestra mótmælir því harðlega að fjárframlög til viðhalds á sauðfjarvarnargirðingum í sveitarfélaginu lækkuð í ár. Samkvæmt upplýsingum frá verktaka sem sér um viðhald varnargirðinganna hefur honum verið tilkynnt lækkun á fjárframlögum. Það þýðir að nauðsynlegt viðhald verður í lágmarki og varnir gegn smitsjúkdómum búfjár illviðráðanlegar.

Landbúnaðarráð mótmælir harðlega þessari þróun og finnst skjóta skökku við að þetta sé gert eftir snjóþungan vetur og á sama tíma og umræða um smitsjúkdóma, matvælaöryggi og mikilvægi öruggrar matvælaframleiðslu er áberandi í heiminum og þá ekki síður í ljósi þess að stór hluti mannkyns hefur verið girtur af og hólfaður niður til varnar útbreiðslu smitsjúkdóma. Landbúnaðarráð hvetur Matvælastofnun að endurskoða fjárveitingar til varnargirðinga í Húnaþingi vestra.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga