Ljósm: skagastrond.is
Ljósm: skagastrond.is
Fréttir | 15. maí 2020 - kl. 10:51
Sumarátaksstörf fyrir námsmenn á Skagaströnd

Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir á heimasíðu sinni þrjú sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri. Störfin eru hluti af atvinnuátaki sveitarfélagsins í samstarfi við Vinnumálastofnun til þess að fjölga tímabundið störfum fyrir námsmenn vegna kórónuveirufaraldursins. Störfin eru umhverfisstörf er varða fegrun umhverfis og bætta ásýnd sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur til og með 24. maí næstkomandi.

Æskilegt er að umsækjendur séu með menntun eða hafi reynslu af garðyrkju eða skrúðgarðyrkju þó svo að það sé ekki skilyrði. Sjá nánar um hæfniskröfur og skilyrði hér.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um störfin á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar eða með því að hafa samband í síma 455-2700 eða senda póst á netfangið sveitarstjori@skagastrond.is. Umsóknarfrestur til og með 24. maí 2020.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga