Hvammstangahöfn
Hvammstangahöfn
Fréttir | 15. maí 2020 - kl. 11:08
Dýpkun Hvammstangahafnar nauðsynleg

Sveitarstjórn Húnaþings vestra telur afar mikilvægt að farið verði í dýpkunarframkvæmdir í Hvammstangahöfn á þessu ári þar sem ljóst þykir að sandur haldi áfram að safnast í höfnina og mögulega verði hún ófær næsta vor fyrir stærri skip. Sveitarstjórn ætlar að óska eftir því að Vegagerðin taki þátt í kostnaði við framkvæmdina vegna mikilvægi hafnarinnar fyrir flutninga inn á svæðið.

Í bókun sveitarstjórnar frá fundi hennar í gær er beint á að reynslan sýni að dýpka þurfi höfnina á tveggja til þriggja ára fresti og því leggi sveitarstjórn áherslu á að dýpkun hafnarinnar komist inn á samgönguáætlun sem og eðlilegt viðhald hafnarmannvirkja á Hvammstanga.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga