Skólasvæði FNV. Ljósm: fnv.is
Skólasvæði FNV. Ljósm: fnv.is
Fréttir | 15. maí 2020 - kl. 13:38
Vilja að sveitarfélög og ríkið komi saman að viðbyggingu við verknámshús FNV

Skólanefnd Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hefur sent Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra erindi þar sem farið er yfir brýna þörf á viðbyggingu við verknámshús skólans. Þess er farið á leit að stjórn SSNV að hún beiti sér fyrir því að sveitarfélög á starfssvæðinu og ríkið komi saman að verkefninu svo hægt verið að hefja framkvæmdir hið fyrsta. Í erindinu kemur fram að viðbyggingin hafi þegar verið teiknuð og því sé hægt að hefja framkvæmdir innan skamms tíma.

Á stjórnarfundi SSNV á þriðjudaginn var tekið jákvætt í erindið og framkvæmdastjóra falið að senda bréf á sveitarstjórnir á starfssvæðinu til að staðfesta vilja þeirra til að koma að verkefninu. 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga