Sundlaugin á Blönduósi. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Sundlaugin á Blönduósi. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Tilkynningar | 15. maí 2020 - kl. 14:55
Opnun sundlaugarinnar á Blönduósi seinkar vegna viðgerða
Tilkynning frá Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi

Vegna flísaviðgerða á sundlaugarsvæðinu okkar þá opnum við ekki mánudaginn 18. maí eins til stóð. Stefnt er að opna í lok næstu viku. Flísaviðgerðir eru mun meiri en áætlað var og því seinkar verkinu því miður aðeins, eins hefur veðurfar sett strik í reikninginn.

Lausar flísar og skemmdir í báðum pottum, vaðlaug og mikið í sundlauginni sjálfri. Þetta verður allt að vera í lagi fyrir opnun og var alltaf á áætlun hjá okkur þetta vor/sumar óháð núverandi ástandi í heiminum.

Við munum byrja á að opna potta, vaðlaug og rennibrautir um leið og við getum og síðan opnar sundlauginni viku síðar ef allt gengur upp. Viðgerði eru langt komnar í pottunum og vaðlaug. Myndirnar sem fylgja með frétt Íþróttamiðstöðvarinnar á Facebook sýna dæmi um hvað við þurftum að hreinsa af til að lagfæra.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

 

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga