Fréttir | 16. maí 2020 - kl. 07:55
Byrja að sekta fyrir nagladekk á fimmtudaginn

Lögreglan á Norðurlandi vestra mun byrja að sekta ökumenn fyrir notkun nagladekkja eftir 20. maí næstkomandi. Þegar vegir eru auðir slíta nagladekkin malbikið mun hraðar en önnur dekk og valda því mun meiri mengun. Lögreglan hvetur ökumenn til að skipta strax af nagladekkjum til að forða þeim frá háum sektum, sem geta numið allt að 80 þúsund krónum fyrir fólksbíl, eða 20 þúsund krónur á hvert nelgt dekk.

Samkvæmt lögum eru nagladekk bönnuð frá og með 15. apríl ár hvert, nema aðstæður gefi tilefni til annars. Um miðjan apríl var gefið út að fresturinn til að skipta yrði lengdur.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga