Fréttir | 21. maí 2020 - kl. 20:35
Selvíkurkartöflugarðurinn verður klár á næstu dögum
Tilkynning frá stjórn knattspyrnudeildar Hvatar

Selvíkurgarðurinn verður tilbúinn von bráðar, en það verður auglýst nánar þegar hann verður klár. Það er hins vegar um að gera að hafa samband og panta pláss og eins væri gott að vita ef þeir sem hafa verið með stykki undanfarin ár ætla ekki að vera með í ár.

Eins og auglýst var í fyrra þá munum við ekki vinna allan garðinn í ár eins og undanfarin ár en það er kominn tími á að hvíla garðinn og ætlum við að byrja á því að að hvíla nyrðra stykkið en það syðra verður unnið og ætti að vera nóg pláss þar fyrir alla sem vilja.

Nokkrir hafa nú þegar látið vita hvort þeir ætla að vera með áfram en endilega hringið í síma 825 1133, sendið tölvupóst á hvot@simnet.is eða sendið skilaboð á Fésbókinni en Erla Ísafold Sigurðardóttir mun sjá um að taka við öllum skilaboðum varðandi kartöflugarðinn.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga