Fréttir | 22. maí 2020 - kl. 14:42
Auglýsing um skipulagsmál í Blönduósbæ

Blönduósbær auglýsir til kynningar á vef sínum skipulags- og matslýsingu vegna breytingu á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 og fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi urðunar og efnistöku í landi Sölvabakka þar sem heildar- og árlegt magn urðunar er aukið. Breytingarnar verða til sýnis á skrifstofu Blönduósbæjar að Hnjúkabyggð 33 á Blönduósi til 3. júní næstkomandi.

Breytingin á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 er þríþætt.

  • Breyting á nýrri legu Skagastrandarvegar númer 74 norðaustur af Blönduósi, vegna breytinga sem urðu á legu vegarins í hönnunarferli og þrjú ný efnistökusvæði vegna vegagerðarinnar. Eftir breytingu verður vegkaflinn hluti af Þverárfjallsvegi númer 744.
  • Stækkun sorpförgunarsvæðis Ú1 og aukning á árlegu magni til urðunar, landmótun og rekstur brennsluofns á Sölvabakka í Refasveit. Breyta þarf skilmálum sorpförgunarsvæðisins og einnig verður skoðað hvort talin sé þörf á að breyta skilmálum fyrir efnistökusvæði E4 m.t.t. samlegðaráhrifa vegna urðunar.
  • Nýtt efnistökusvæðis vegna efnisvinnslu á Sölvabakka.

Hér er að kinna sér skipulags- og matslýsinguna hér. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við framlögð gögn til 3. júní næstkomandi. Skila skal athugasemdum skriflega á skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi eða á netfangið byggingafulltrui@blonduos.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga