Frá Hvammstanga. Ljósm: hunathing.is
Frá Hvammstanga. Ljósm: hunathing.is
Fréttir | 22. maí 2020 - kl. 14:54
Sumarátaksstörf í Húnaþingi vestra fyrir námsmenn

Húnaþing vestra auglýsir á vef sínum fjögur sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri. Störfin eru hluti af atvinnuátaki sveitarfélagsins í samstarfi við Vinnumálastofnun til þess að fjölga tímabundið störfum fyrir námsmenn vegna kórónuveirufaraldursins. Störfin eru fjölbreytt m.a. umhverfisstörf sem í felst fegrun umhverfis og ásýndar sveitarfélagsins.

Einnig skráning og skipulagning muna fyrir Byggðasafn Húnvetninga- og Stranda og/eða skráning hjá Bóka- og skjalasafni Húnaþings vestra. Starfið hentar vel nemendum í safnafræði, sagnfræði, þjóðfræði eða skyldum greinum.

Og hjá Brunavörnum Húnaþings vestra. Yfirfara og uppfæra ýmis gögn hjá Brunavörnum Húnaþings vestra og önnur tilfallandi verkefni undir leiðsögn slökkviliðsstjóra.  Starfið hentar vel nemenda í verkfærði, tæknifræði eða skyldum greinum.

Nánari upplýsingar um hæfniskröfur og önnur skilyrði má finna á vef Húnaþings vestra.

Umsóknir skulu berast á netfangið rjona@hunathing.is. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um störfin hjá sveitarstjóra á netfanginu rjona@hunathing.is eða umhverfisstjóra á netfanginu ina@hunathing.is eða í síma 455 2400.

Umsóknarfrestur til og með 28. maí 2020.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga