www.thehipfest.com
www.thehipfest.com
Fréttir | 26. maí 2020 - kl. 09:39
Barnamenningarsjóður styrkir Handbendi brúðuleikhús

Barnamenningarsjóður Íslands ætlar að styrkja Handbendi brúðuleikhús í Húnaþingi vestra um tvær milljónir króna til að standa að alþjóðlegrar brúðulistahátíðar á Hvammstanga 9.-12. október næstkomandi. Handbendi brúðuleikhús hefur veg og vanda af hátíðinni og verður boðið upp á þrjú sýningarpláss við höfnina og í miðbæ Hvammstanga.

Hátíðin heitir Hvammstangi International Puppetry Festival og er ætlað það hlutverk að auka fjölbreytni menningar í Húnaþingi vestra og gefa börnum á svæðinu tækifæri til að taka þátt í vönduðum listviðburðum á hátíð þar sem íslenskir og alþjóðlegir brúðulistamenn bjóða upp á brúðusýningar, vinnustofur og fyrirlestra. Hátíðin er einnig styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands vestra, Húnaþingi vestra og Seal Travel.

Handbendi hlaut styrk frá Barnamenningarsjóði 2019 fyrir sumarnámskeiði í leiklist. Nánar má lesa um sjóðinn og úthlutanir hans hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga