Gamli bærinn á Blönduósi. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Gamli bærinn á Blönduósi. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Fréttir | 26. maí 2020 - kl. 15:32
Bærinn minn Blönduós á Hringbraut í kvöld

Í kvöld klukkan 21:30 verður frumsýning á nýjum þætti á sjónvarpsstöðinni Hringbraut sem heitir Bærinn minn – sjarmi og sérstaða bæjarfélaganna, hringinn í kringum Ísland. Í þessum fyrsta þætti verður fjallað um Blönduós og áhugaverða staði í nágrenninu. Sigmundur Ernir Rúnarsson er umsjónarmaður þáttagerðarinnar.

Í þáttunum verður fjallað um þá töfra sem bæjarfélögin á Íslandi hafa upp á að bjóða fyrir alla ferðalangana sem sækja landið heim í sumar. Sýningar þáttanna munu standa yfir næstu þrjár vikurnar í júní. Sérstök áhersla verður á að ljúka uppleyndardómum bæjanna í afþreyingu og upplifun, hvort heldur er í bænum sjálfum eða í náttúrunni í kring, svo og hvernig þjónustu er háttað við ferðamenn. Fjöldi viðtala við þekkta heimamenn mun skreyta þættina og myndvinnsla þeirra verður ríkileg og hrífandi, unnin með fullkomnustu tækjum á lofti og láði, að því er segir í kynningu frá Hringbraut.

Í samtali við dv.is segir Sigmundur Ernir að þættirnir séu unnir í samvinnu við bæjarfélögin á hverjum stað. „Þetta er mjög skemmtilegt verkefni að því leyti að við erum að benda áhorfendum okkar á faldar perlur í landslaginu, sögu og menningu hvers bæjar fyrir sig. Þarna er af nægu að taka og merkileg saga að baki á hverjum landsvæði.”

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga