Fréttir | 27. maí 2020 - kl. 11:31
Álagning skatta birt á morgun

Álagningu opinberra gjalda á einstaklinga 2020 vegna tekna ársins 2019 er að ljúka hjá Skattinum og verður aðgengileg á þjónustusíðu hvers og eins einstaklings á vefnum www.rsk.is á morgun, fimmtudaginn 28. maí.

Álagningin sýnir stöðu inneigna og/eða skulda niður á hvern gjalddaga og hægt verður að skoða einstaka liði álagningarinnar til að sjá útreikninga og nánari upplýsingar. Þannig er til dæmis mögulegt að skoða útreikninga barnabóta, vaxtabóta, tekjuskatts og útsvars.

Einnig verður hægt að fá upplýsingar um hve hátt hlutfall skatta, sem lagðir eru á tekjur ein-staklinga, er af tekjuskattsstofni og hvernig skattgreiðslurnar skiptast á milli ríkissjóðs og sveitarfélags. Að auki bætist við liður frá í fyrra hjá þeim sem hafa barn/börn á framfæri en það er sérstakur barnabótaauki.

Ítarlegar leiðbeiningar verða birtar í dag á íslensku, ensku og pólsku á www.rsk.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga