Blönduós. Ljósm: hringbraut.is
Blönduós. Ljósm: hringbraut.is
Fréttir | 27. maí 2020 - kl. 16:15
Þáttur um Blönduós á Hringbraut

Í gærkvöldi var frumsýndur nýr þáttur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut sem nefnist Bærinn minn, sjarmi og sérstaða bæjarfélaganna hringinn í kringum Ísland. Fyrsti þátturinn fjallaði um Blönduós og áhugaverða staði í nágrenninu. Sigmundur Ernir Rúnarsson er umsjónarmaður þáttanna og í þættinum í gær kom hann keyrandi að sunnan og tók hús á nokkrum vel þekktum heimamönnum.

Ræddi hann m.a. við Eddu Brynleifsdóttur hjá Upplýsingamiðstöð Austur-Húnavatnssýslu, Lárus Jónsson hjá Glaðheimum, Róbert Daníel Jónsson hjá Íþróttamiðstöðinni, Örnu Maríu Sigurbjargardóttur, verslunarstjóra í Kjörbúðinni, Kára Kárason hjá Vilko, Valgarð Hilmarsson, fyrrverandi sveitarstjóra, Valgerði Hilmarsdóttur og Gunnhildi Þórmundsdóttur hjá SAH, Elínu S. Sigurðardóttir Heimilisiðnaðarsafninu, Ingu Elsu Bergþórsdóttur og Gísla Egil Hrafnsson hjá Brimslóð Atelier Guesthouse og Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóra.

Í þættinum var komið víða við eins og í Vatnsdalshóla, Þrístapa, Hvítserk, Þingeyrakirkju, Borgarvirki, Kálfshamarsvík, Kolugljúfur, Skagaströnd, Hrútey, Fagrahvamm og gamla bæinn á Blönduósi.

Þáttinn má sjá hér.

Sjá má umfjöllun hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga