Frá lokaæfingunni á Sauðárkróki í gær. Ljósm: FB/Körfuboltaskóli Norðurlands.
Frá lokaæfingunni á Sauðárkróki í gær. Ljósm: FB/Körfuboltaskóli Norðurlands.
Við Árskóla á Sauðkárkróki. Ljósm: FB/Körfuboltaskóli Norðurlands.
Við Árskóla á Sauðkárkróki. Ljósm: FB/Körfuboltaskóli Norðurlands.
Krakkarnir vilja fá sambærilegan völl á Blönduós. Ljósm: FB/Körfuboltaskóli Norðurlands.
Krakkarnir vilja fá sambærilegan völl á Blönduós. Ljósm: FB/Körfuboltaskóli Norðurlands.
Fréttir | 04. júní 2020 - kl. 09:21
Hvöt stofnar körfuknattleiksdeild

Í vetur fóru fram reglulegar körfuboltaæfingar fyrir krakka á Blönduósi en það hefur ekki verið í boði í langan tíma. Æfingatímabilinu lauk í gær þegar krökkunum var boðið til Sauðárkróks þar sem þau hittu þjálfara og leikmenn beggja meistaraflokksliða Tindastóls. Í ljósi mikils áhuga og góðrar aðstöðu til iðkunar á Blönduósi var nýverið stofnuð körfuknattleiksdeild innan Ungmennafélagsins Hvatar.

Á lokaæfingunni í gær kíktu krakkarnir á útikörfuboltavöllinn við Árskóla á Sauðárkróki. Mikill áhugi er á að fá sambærilegan körfuboltavöll á Blönduós og vilja krakkarnir berjast fyrir því.

Síðastliðinn vetur æfðu að jafnaði 22-24 krakkar á aldrinum 8-16 ára körfubolta á Blönduósi. Hópurinn var enn stærri eða um 30-35 krakkar þegar fyrirtæki á Blönduósi niðurgreiddu æfingarnar með rausnarlegum hætti fyrir áramót.

Körfuboltaskóli Norðurlands sá um æfingarnar í vetur og þó svo að sumarið sé komið er skólinn ekki kominn í sumarfrí því næst á dagskrá eru námskeið á Skagaströnd, Hvammstanga og Hólmavík.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga