Minningarskiltið afhjúpað. Ljósm: Guðmundur Haukur.
Minningarskiltið afhjúpað. Ljósm: Guðmundur Haukur.
Ljósm: Guðmundur Haukur.
Ljósm: Guðmundur Haukur.
Sr. Magnús predikaði. Ljósm: Guðmundur Haukur
Sr. Magnús predikaði. Ljósm: Guðmundur Haukur
Kirkjukór Hvammstanga söng. Ljósm: Guðmundur Haukur.
Kirkjukór Hvammstanga söng. Ljósm: Guðmundur Haukur.
Fjölmennt var við athöfnina. Ljósm: Guðmundur Haukur.
Fjölmennt var við athöfnina. Ljósm: Guðmundur Haukur.
Fréttir | 08. júní 2020 - kl. 09:43
Minningarskilti um Bangsa afhjúpað

Minningarskilti um Björn Þóri Sigurðsson, Bangsa eins og hann var gjarnan nefndir, var afhjúpað á Hvammstanga í gær, á sjómannadaginn. Athöfnin hófst með messu á Bangsatúni þar sem sr. Magnús Magnússon, sóknarprestur á Hvammstanga, þjónaði og prédikaði. Kirkjukór Hvammstanga söng undir stjórn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur organista. Að lokinni messunni var minningarskiltið afhjúpað og síðan var boðið upp á veitingar undir bláhimni. Fjölmenni var við athöfnina.

Bangsi bjó alla tíð á Hvammstanga og var ókvæntur og barnlaus. Hann lét til sín taka á ýmsum sviðum, var til dæmis í byggingarvinnu, þó aðallega múrverki, bátasmíði, á sjó og í rækjuvinnslu. Hann andaðist haustið 2018, 83 ára að aldri.

Meðfylgjandi myndir tók Guðmundur Haukur Sigurðsson.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga