Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Húnahornið
Open Menu Close Menu
Húnahornið
Mánudagur, 2. október 2023
   m/s
C
Ókeypt
huni.is - RSS-efnisveita
 
Október 2023
SMÞMFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930311234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 02:30 NNV 6 2°C
Laxárdalsh. 02:30 N 11 5°C
Vatnsskarð 02:30 NNA 8 4°C
Þverárfjall 02:30 NA 9 4°C
Kjalarnes 02:30 32.0 14 9°C
Hafnarfjall 02:30 ANA16 8°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
29. september 2023
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
27. september 2023
Eftir Sigurjón Þórðarson
25. september 2023
58. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. september 2023
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
23. september 2023
Eftir Bjarna Jónsson
19. september 2023
Eftir Svölu Runólfsdóttur, Elínu S. Sigurðardóttur og Dagnýju Sigmarsdóttur
13. september 2023
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson
12. september 2023
Nöldrið | 21. júní 2020 - kl. 17:16
Menningin nærir, huggar og kætir

Mikið dáist ég að nágrönnum okkar í Húnaþingi vestra. Nú er nýjasta afrek þeirra í menningarmálum uppbygging á hljóðveri og hugsanlega kvikmyndaveri í hótelinu á Laugarbakka. Að vísu kom hugmyndin frá erlendum gestum sem dvöldu á þessu glæsilega hóteli í óveðrinu í vetur en hótelstjórinn greip boltann á lofti og þróaði hugmyndina. Íbúar Húnaþings vestra hlúa að menningunni og hafa trú á henni. Tónlistahátíð þeirra sem haldin er m.a. í Borgarvirki „Eldur í Húnaþingi“ er búin að festa sig í sessi og orðin landsþekkt, enda fá þeir marga okkar bestu listamenn til að koma þar fram og í ár er aðal númerið engir aðrir en Stuðmenn. Á Hvammstanga hefur verið starfrækt brúðuleikhús um nokkurt skeið og þeir setja líka upp leikrit í félagsheimilinu sínu. Skemmst er að minnast uppsetningu söngleiksins „Hárið“ í fyrra sem hlaut fádæma góðar undirtektir enda tónlistarlíf í blóma hjá þessum nágrönnum okkar. Þeir reka Selasetrið af miklum myndarbrag og við hérna austan megin mættum taka þau til fyrirmyndar varðandi söfnin okkar en á síðustu árum höfum við lagt niður söfn eins og Laxasetrið og Hafíssetrið, sem er miður.

Þá eru þeir ekki síður stórhuga í menningarmálunum nágrannarnir fyrir austan okkur. Hún vekur mikla athygli sýndarveruleikasýningin 1238 eða Baráttan um Ísland og hlaut í vor gullverðlaun félags íslenskra teiknara. Þá fékk KK restaurant eða Kaffi Krókur Iceland Lamb Award of Exellence í flokki Bistro veitingahúsa. Dómnefnd þótti ánægjulegt að heiðra þetta metnaðarfulla veitingahús í miðju héraði lambakjötsframleiðslu á Íslandi og var því sérstaklega fagnað að hráefni sé sótt heim í hérað og notkun upprunamerkinga á marseðli metnaðarfull að því er segir í Feyki.

Því segi ég það, menningin nærir og huggar og kætir, það sönnuðu listamenn þjóðarinnar fyrir okkur í kófinu í vor. Listin er löng, lífið er stutt.

Ég rakst af tilviljun á umfjöllun um kartöflurækt á matarvef mbl.is fyrir skömmu. Þar sagði að uppskera á nýjum kartöflum væri um miðjan maí. Þá sagði að til að vita hvort þær væru nýjar ættir þú að geta nuddað „skrælinn“ af kartöflunum með fingrunum og þá eru þær safaríkar að innan. Forðast helst af öllu að skræla kartöflur því bragðið liggur allt í skrælnum. Svo mörg voru þau orð.

Í lok þessa pistils langar mig að bera fram eina ósk til þeirra sem málið varðar. Setjið upp umferðaljós eða einhvers konar þrengingu á þjóðveginn í nágrenni við aðkeyrsluna í Glaðheima/Brautarhvamm. Ekki aðeins gæti það forðað slysi á gestum tjaldsvæðisins sem þurfa mikið yfir þjóðveg 1, ekki hvað síst börnum sem leggja leið sína í sundlaugina og á leiksvæðið við grunnskólann en þarna er oft ekið langt yfir hámarkshraða sem ljósastýring eða þrenging myndi stöðva.

Njótum sumarsins, kveðja Nöldri.

Höf. Nöldri
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2023 Húnahornið