Úr Ásunum. Ljósm: FB/Laxá á Ásum
Úr Ásunum. Ljósm: FB/Laxá á Ásum
Fréttir | 25. júní 2020 - kl. 11:35
Laxveiði í húnvetnskum ám komin á fullt

Opnunarhollið í Vatnsdalsá lauk veiði á hádegi á þriðjudaginn og landaði 15 löxum sem er ágætu árangur en áin opnaði á laugardaginn. Víðidalsá opnaði einnig á laugardaginn og hafa 29 laxar veiðst síðan þá. Hrútafjarðará opnaði seinni partinn á sunnudaginn og fékkst einn lax og annar daginn eftir. Á þriðjudaginn kom stórlax úr ánni, 96 sentímetra hrygna.

Mest hefur veiðst í Blöndu af húnvetnsku ánum eða 62 laxar en áin opnaði 5. júní. Laxá á Ásum opnaði í síðustu viku og endaði opnunarhollið með sjö laxa en síðan þá hafa tíu laxar bæst við.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga