Fréttir | 27. júní 2020 - kl. 08:03
Forsetakosningar í dag

Kosningar til embættis forseta Íslands fara fram í dag. Frambjóðendur eru tveir, Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson. Kjörfundir í Húnavatnssýslum eru í Skagabúð fyrir íbúa Skagabyggðar, Fellsborg fyrir íbúa Skagastrandar, Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi fyrir Blönduósinga, Húnavallaskóla á Húnavöllum fyrir íbúa Húnavatnshrepps og Félagsheimilinu Hvammstanga fyrir íbúa Húnaþings vestra. 

Kjörfundir í Húnavatnssýslum:

Skagabyggð – Skagabúð frá kl. 12-17.
Skagaströnd – Fellsborg frá kl. 10-20.
Blönduós – Íþróttamiðstöðin á Blönduósi frá kl. 9-22.
Húnavatnshreppur – Húnavallaskóli Húnavöllum frá kl. 11-19.
Húnaþing vestra – Félagsheimilið Hvammstanga frá kl. 9-22.

Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis er með aðsetur á Hótel Borgarnesi, á Egilsgötu 16 í Borgarnesi í dag. Formaður hennar er Ingi Tryggvason en hann er með netfangið ingi@lit.is og símann 860 2181. Að loknum kjörfundum í kjördæminu klukkan 22 fer talning atkvæða fram á sama stað en flokkun atkvæða og undirbúningur talningar mun byrja um klukkan 20.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga