Fréttir | 25. júní 2020 - kl. 15:21
Heimilisiðnaðarsafnið er stolt samfélagsins

Safnagestir Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi eru vel á fjórða þúsund á hverju ári og er rúmlega helmingur gesta erlendir ferðamenn. Mörg dæmi eru um að heimsóknir í safnið sé eitt af aðalmarkmiðum Íslandsheimsóknar. Safnið er eina sinnar tegundar á Íslandi og varðveitir fyrst og fremst menningararf kvenna. Rekstur safnsins hefur verið í járnum undanfarin ár en á síðasta ári var eilítil hagnaður. Þetta kemur m.a. fram í ársskýrslu 2019 sem lesa má á vef Heimilisiðnaðarsafnsins.

Í henni fer Elín S. Sigurðardóttir, forstöðumaður safnsins, yfir það helsta í starfseminni á síðasta ári, fjallar um fjárhaginn, sérverkefnin, viðburðina, innra starfið og hið daglega starf í safninu.

Skýrsluna má lesa hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga