Frá Hvammstanga
Frá Hvammstanga
Fréttir | 26. júní 2020 - kl. 20:14
Úthlutað úr atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra

Á byggðarráðsfundi Húnaþings vestra í vikunni var samþykkt úthlutun úr atvinnu- og nýsköpunarsjóði sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur rann út 29. maí síðastliðinn og bárust sex umsóknir. Markmið sjóðsins er að hverja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í Húnaþingi vestra. Sjóðnum er einnig ætlað að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu. Tveimur milljónum var úthlutað til fimm aðila.

Þeir sem fá úthlutað eru:

Jóhannes Óskar Sigurbjörnsson. Lífræn hampræktun og lífræn hampolía, kr. 900.000.
Þorvaldur Björnsson. Týnda eldhúsið, veisluþjónusta, kr. 240.000.
Kidka ehf. Kidka-Sanngjörn tíska úr íslenskri ull, kr. 550.000.
Culture og Craft. Minjagripir, selir og sauðfé úr þæfðri ull, kr. 50.000.
Sindrastaðir ehf. Oneline riding school, kr. 260.000.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga