Guðni Th. Jóhannesson. Mynd: forseti.is
Guðni Th. Jóhannesson. Mynd: forseti.is
Fréttir | 28. júní 2020 - kl. 08:09
Forsetinn endurkjörinn

Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn forseti Íslands í gær. Hann fékk 92,2% atkvæða en mótframbjóðandi hans, Guðmundur Franklín Jónsson, fékk 7,8%. Stuðningur Guðna í Norðvesturkjördæmi var nær eins og hann var á landsvísu eða 92% en Guðmundur fékk 8%. Fjöldi greiddra atkvæða í Norðvesturkjördæmi voru 14.888. Auðir seðlar voru 382 og 55 ógildir. Kjörsókn var 69,2% í kjördæminu.

Greidd atkvæði á landinu öllu voru 168.821. Auðir seðlar voru 4.043 og 1.068 voru ógildir. Kjörsókn á landsvísu var 66,9%.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga