Frá samstöðufundinum í dag
Frá samstöðufundinum í dag
Fréttir | 30. júní 2020 - kl. 14:34
"Verðum að geta treyst vegunum"

Bifhjólafólk kom saman til samstöðufundar við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í dag vegna ástands vega á landinu. Tilefnið er slys sem varð á Kjalarnesvegin á sunnudaginn og má rekja til hálku sem myndaðist á nýlögðu malbiki. Bifhjólasamtökin Sniglarnir efndu til fundarins og var yfirlýsing lesin upp þar sem krafist var breytinga, hjólafólk yrði að geta treyst vegum landsins betur.

Yfirlýsingin sem lesin var upp:

„Það er sorg í hjört­um hjóla­fólks í dag. Hörmu­leg­ur at­b­urður hef­ur orðið til þess að öll sem eitt höf­um við risið upp og segj­um öll það sama; við erum búin að fá nóg.

Hver ein­asta mann­eskja sem hef­ur notað mótor­hjól get­ur sagt sögu af hálum veg­um, lausa­möl ofan á mal­biki, ein­breiðum brúm, hvass­ar brún­ir við rista­hlið, sagt okk­ur sög­ur þar sem viðkom­andi hef­ur nán­ast dottið, eða dottið og hlotið skaða af.

Í mörg ár hef­ur verið bent á þetta, kvartað und­an þessu, við ráðamenn þjóðar­inn­ar, við Vegagerðina, við verk­taka, en upp­lif­un okk­ar er sú að það er ekki hlustað á okk­ur.

Við fáum að heyra; hægið bara á ykk­ur, eða þið verðið bara að fara var­lega.
En við verðum að geta treyst veg­un­um ekki satt?

Það hafa orðið fleiri bana­slys vegna lé­legra vega, það hafa fleiri mótor­hjóla­menn hlotið varan­lega skaða vegna hálku á mal­biki. En við krefj­umst breyt­inga, við krefj­umst að ör­yggi fólks á veg­um úti verði í for­gangi, ekki bara okk­ar mótor­hjóla­manna held­ur allra sem ferðast um.

Burt með ónýtt efni í mal­bik­un, burt með ein­breiðar brýr, blind­hæðir og skyndi­lausn­ir. Við viljum að Vega­gerðin, Sam­gönguráðherra, verk­tak­ar og birgjar taki hönd­um sam­an og komi í veg fyr­ir að svona aðstæður mynd­ist ekki aft­ur.

Ég bið um einn­ar mín­útu þögn í minn­ingu fall­inna fé­laga.“

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga