Elín Jóna. Ljósm: hunathing.is
Elín Jóna. Ljósm: hunathing.is
Fréttir | 01. júlí 2020 - kl. 11:38
Ný sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Húnaþings vestra

Elín Jóna Rósinberg hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Húnaþings vestra. Hún er með Cand.oceon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands auk þess sem hún leggur stund á MPA nám í opinberri stjórnsýslu við sama skóla. Undanfarin 14 ár hefur Elín Jóna starfað sem fjármálastjóri og staðgengill forstöðumanns Fæðingarorlofssjóðs auk þess sem hún hefur borið ábyrgð á verkefnum fyrir fjármálasvið Vinnumálastofnunar, m.a. fjárhagsuppgjör erlendra verkefna og vinnu við innra eftirlit stofnunarinnar.

Elín Jóna sat í sveitarstjórn Húnaþings vestra í átt ár, þar af þrjú ár sem formaður byggðarráðs og öðlaðist þar mikla innsýn inn í starfsemi og rekstur sveitarfélagsins, að því er segir í frétt á vef Húnaþings vestra. Þá starfaði hún einnig sem deildarstjóri bókhaldsdeildar Forsvars ehf. um sex ára skeið.

Elín Jóna kemur alfarið til starfa fyrir sveitarfélagið á haustdögum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga